Langt sumarfrí!

Jæja, þá er maður loksins búinn að hafa uppi á lykilorðinu inn á síðuna og getur farið að birta einhverjar fréttir hérna á nýjan leik, enda kominn ansi langur tími síðan síðasta færsla birtist hérna.

Ætli maður verði ekki eitthvað að fara að færa inn, hvar maður hefur settst að snæðingi undanfarna mánuði og hvað framundan er.

Annars fékk ég góðar kveðjur í dag frá Riccardo Benvenuti, ítalska kokkinum, sem tók þátt í Food & Fun núna síðast (http://www.nonsoche.com) og hann sagði mér, að þess væri ekki langt að bíða, að hann léti sjá sig hér á landi á nýjan leik. Vonandi fær hann að leika sér í eldhúsinu einhvers staðar, þegar það verður . . . a.m.k. frétti ég af einum meistarakokkinum okkar, sem gerði góða ferð til hans ekki alls fyrir löngu . . . 

Þá er bara að byrja að dusta rykið af minnisblokkinni og fara að rifja upp einhverjar þær veislur, sem maður hefur skellt sér í upp á síðkastið. 

Þangað til . . .  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fæ bara vatn í munninn af tilhugsuninni um fleiri sögur.

H (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband