16.2.2007 | 18:40
Að snæða í myrkri.
Þetta er í raun ekki ný hugmynd, en sérstakt að þjónarnir nota nætursjónauka.
Í raun voru fyrstu staðirnir, þar sem boðið var upp á að snæða í myrkri, reknir af og/eða þjónað til borðs af blindu fólki, m.a. var það stjórnmálamaður í Sviss, sem setti slíkan stað af stað í Zürich, Blindu beljuna (hér er hægt að hlusta um upplifun eins, sem litið hefur við þar). Blinde Kuh (blinda beljan) er nú rekin á tveimur stöðum í Sviss, Basel og Zürich, en fyrsti staðurinn, til að bjóða upp á myrkrasnæðing var Blinda beljan í Zürich, sem var stofnuð í september 1999.
Síðan þá hefur æði sprottið af þessari reynslu, og er nú að finna slíka staði víðs vegar um heim, m.a. í Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum - og nú greinilega í Kína.
Hins vegar var upphaflega hugmyndin sú að veita blindu og sjóndöpru fólki fjölbreyttari starfsvettvang og kynna fyrir fólki hvernig blint fólk "upplifir" kvöldverðinn (að svo miklu leyti sem það er þá hægt) en ekki bara að gera þetta að tískubylgju.
Kínverjar snæða á myrkvuðum veitingastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.