14.3.2007 | 13:18
Gat nú skeð að þar kom að því!
Jæja, og ég sem er búinn að fresta því að kíkja þangað í allan vetur - ég veit núna svei mér ekki hvers vegna í ósköpunum ég lét ekki verða af því að fara þangað fyrir jólin!
Rene Redzepi og Claus Meyer mega vera stoltir af árangrinum - en það er kannski ekki að spyrja að því þegar menn hafa lært undir handleiðslu Ferran Adriá (El Bulli, Spáni) og Thomas Keller (French Laundry, Ca.; Bouchon, Vegas; Per se, NY) og fleiri - þarna mætast tveir heimar og springa svo út í eldhúsi í Kaupmannahöfn.
Jæja, þá verður maður víst að fara að reyna að panta sér borð og fara að kíkja á heimasíður flugfélaganna - kannski noma komist bara að á þessu ári, svona fyrst maður er búinn að fá neitun hjá El Bulli (strax í okt í fyrra) - en nú geta vonirnar glæðst um gott sumar.
Á áætlun í sumar eru:
1. Edsbacka Krog (Stokkhólmi, tvær Michelin stjörnur) - kíkti þangað síðast fyrir 5-6 árum ef ég man rétt, þá hafði staðurinn eina stjörnu - mjög góður og sú frábærasta þjónusta sem ég hef upplifað á veitingastað!
2. French Laundry - (Thomas Keller - þriggja stjörnu staður í Vínlandi í Kaliforníu) - þ.e.a.s. ef ég kemst og læt verða af því að kíkja í heimsókn til Skúla bróður og fjölskyldu.
3. The mini bar (Washington DC - El Bulli lærðir kokkar með mini útgáfuna) - svona ef maður á leið hjá . . .
og nú:
4. noma - Kaupm.höfn . . . . (ætli vinir mínir í Kaupmannahöfn eigi dýnu fyrir mig - enn einu sinni?)
. . . er ég ekki örugglega að gleyma einhverjum?
Noma er komið með tvær Michelin-stjörnur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.